Hvers vegna í ósköpunum er Ísland enn með umsókn um aðild að Evrópusambandinu ?

Getur það verið að stefnuskrá Samfylkingar eins flokka í íslenskum stjórnmálum þess efnis að ganga í Evrópusambandið eigi að vera það sem ofar er mannlegri skynsemi, einungis vegna þess að sá flokkur situr við stjórnvöl í ríkisstjórn landsins núna ?

Höfum við Íslendingar ekki nóg með eigin vanda að etja í efnahagskerfi einnar þjóðar þótt við setjum ekki fram óskir um það að taka þátt í vanda þeim sem til staðar er innan Evrópusambandsins og við eigum ekki þátt í hafa skapað ?

Hve lengi ætla menn að berja hausnum við steininn í þessu efni ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Löng leið að bata á evru-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sennilega berja þeir hausnum við steininn uns við komum þeim burt úr stjórnarráðinu, kjósum þá burt.  Það verður gert með glöðu geði af minni hálfu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband