Matvælaframleiðsla Íslendinga til lands og sjávar.

Því miður eru bæði kerfi landbúnaðar og sjávarútvegs hér á landi, enn niðurnjörvuð í stóriðjuframleiðslu að mestum hluta til, en því hinu sama þarf að breyta því nú þegar er olíukostnaður orðinn of mikill hluti af slíkri stóriðjuframleiðslu og löngu kominn tími til að endurskoða aðferðafræðina.

Við getum stórelft lífrænan landbúnað hér á landi og nýtt gróið land sem sjálfkrafa hefur verið friðað frá áburðarnotkun í áraraðir með fækkun og stækkun búa, en til þess þarf stefnu og ákvarðanir um þennan málaflokk af hálfu þeirra er sitja við stjórnvöl hverju sinni.

Sama er að segja um sjávarútveginn, auka þarf hlut náttúruvænna veiða við strendur landsins og efla fiskmarkaði, þar sem taka þarf tillit til þess m.a hver mikilli olíu er eytt í hverja veiðiferð.

Jafnframt þarf eðli máls samkvæmt að vera til staðar frelsi einstaklinga til aðkomu og nýliðunnar í atvinnugreinarnar.

Við Íslendingar eigum möguleika til þess að hasla okkur völl sem þjóð með hágæðamatvælaframleiðslu sem ekki aðeins sinnir innanlandsþörfum heldur getur einnig skapað þjóðinni verulegar tekjur með því að fullvinna sem mest í okkar landi.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband