Núverandi formúlur vestrænna hagkerfa, hafa runnið sitt skeið.

Fjarlægð stjórnmálamanna frá vandamálum hagkerfa er ekki einsdæmi hér á landi, heldur er um að ræða ákveðinn fjarlægðarvanda um allan hinn vestræna heim, þar sem menn gera sér enn ekki grein fyrir því að nútíma aðferðir þarfnast endurskoðunnar við og nýrrar hugmyndafræði er þörf.

Hugmyndafræði þar sem fleira en stærðarformúlur einar og sér í samsöfnun þjóða sem markaðsbandalaga kunna að vera það sem seint verður kallað þróun.

Jafnframt þarf hvert einasta þjóðfélag að vinna niður þann vanda sem núverandi formúlur hafa skapað, og hugsa um eigin þjóðarhag og aðlaga aðstæður í eigin landi að þörfum landsmanna, þar sem viðurkenna þarf offjárfestingar þær sem formúlukerfið hefur orsakað og niðurfæra tölur sem aldrei munu koma til með að vera raunverulegar í neinu samhengi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Plástur á deyjandi sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband