Háttvirtur forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, ég skora á þig að bjóða þig fram að nýju.

Í mínum huga er skýrt að óska eftir því að núverandi forseti bjóði sig fram að nýju, þar sem embætti forseta hefir verið öryggisventill almennings í landinu við misvitra ákvarðanatöku í tíð núverandi stjórnvalda.

Hin gífurlega vanvirðing sitjandi flokka í ríkisstjórn gagnvart forseta er eitthvað sem endurspeglar þá einföldu staðreynd að hvorugur þessarra flokka var eða er stjórntækur í raun.

Með öðrum orðum, fulltrúar sitjandi stjórnvalda virða ekki gildandi stjórnarskrá landsins og ákvarðanir forseta er hafa gengið gegn þeirra eigin hugmyndum um aðferðafræði, þar sem almenningi var falið vald til ákvarðana.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eigum kost á að skipta um forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir orð þín, Guðrún María, sbr. einnig þessa nýbirtu grein: Þorri manna virðist andvígur afskiptum Jóhönnu Sigurðardóttur af forsetaembættinu.

Jón Valur Jensson, 24.10.2011 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband