Hvað með aukna jarðskjálftavirkni af mannavöldum á svæðinu ?

Fyrsta sem mér datt í hug varðandi fréttina um Þríhnjúkagíg var það hversu stórhættulegt dæmi þetta kynni að vera, þar sem tilraunir með niðurdælingu Orkuveitunnar í jarðlög eru í gangi og orsakað hafa all mikla jarðskjálftavirkni á þessu svæði undanfarið.

Áhyggjur Orkuveitunnar um vatnsbólin eru því varla einu áhyggjurnar sem viðkomandi fyrirtæki kynni að þurfa hafa varðandi þetta verkefni.

Nú veit ég ekki hvenær þessum tilraunum OR lýkur en í kvöld ákvað ég að senda upplýsingar um skjálfta til Veðurstofu héðan úr Setberginu í Hafnarfirði, og mun halda því áfram, þegar um slíkt er að ræða.

kv.Guðrún María.


mbl.is Framkvæmdir valda verulegum áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband