Forseti Íslands, afhjúpaði vandræðagang þessarar ríkisstjórnar.

Alsnjallasta innkoma nokkurs ráðamanns á síðari tímum átti sér stað í ræðu forseta Íslands við þingsetningu Alþingis á laugardaginn, þar sem forsetinn hvatti þingið til þess fjalla um tillögur stjórnlagaráðs, sem ríkisstjórnin skipaði eftir að Hæstiréttur hafði dæmt kosningu til stjórnlagaþings ógilda.

Túlkun forsetans á því að aukið vægi forsetaembættisins væri fyrir hendi í tillögum þessum varð til þess að æra núverandi aðdáendur og fylgismenn núverandi ríkisstjórnarflokka, eins og þessi ályktun VG, ber með sér.

Það grær nefnilega ekki um heilt varðandi innkomu forseta í Icesavemálið, hjá hinum sömu.

Í raun og veru afhjúpaði forsetinn vandræðagang ríkisstjórnarinnar í máli þessu með áherslum þeim sem hann ákvað að hafa sem megininnihald ræðu sinnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Einræðistilburðir forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sammála - þetta var mjög gott hjá honum..........

Eyþór Örn Óskarsson, 3.10.2011 kl. 02:05

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Já afar snjöll innkoma forsetans ærir þau. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2011 kl. 02:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2011 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband