Vottun sjálfbærra fiskveiða.

Því miður er það ekki af hinu góða að mörg vottunarkerfi séu í gangi varðandi fiskveiðar, þar sem ákveðnar þjóðir geta undanskilið ákveðna þætti hér og þar.

Sjálfbærni þjóða varðandi fiskveiðar er aðferðafræði í sátt við móður náttúru, og vitund um að raska ekki viðkvæmu lífríki sjávar, til uppbyggingar fiskistofna í framtíðinni.

Samsetning fiskiskipaflota með tilliti til þess að ekki sé eytt og sóað olíu við að sækja fisk úr sjó er einnig atriði sem hefur með sjálfbærni að gera.

Jafnframt er það fólgið í sjálfbærni að atvinnutækifærum við fiskveiðar sé skipt réttlátlega millum landsmanna, rétt eins og öðrum atvinnutækifærum.

Brottkast fiskjar sem veitt er og ekki talið nógu verðmætt fellur ekki undir sjálfbærar fiskveiðar, frekar en það atriði að friða of mikið af ákveðnum stofnum í stað þess að grisja til að byggja upp.

Aflamarkskerfi eru í eðli sínu sóunarkerfi, og blönduð leið við stjórn fiskveiða er eitthvað sem ég vildi séð hafa komið til sögu hér á landi, þar sem hluti er aflamark og hluti annars konar kerfi sem tekur mið að sjálfbærni eingöngu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gott að tengja saman uppruna og vottun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband