Getur verkalýðshreyfingin ekki hlaupið undir bagga með sínum félagsmönnum ?

Áhyggjur Gylfa Arnbjörnssonar af vanda sveitarfélaganna, þar sem hann óskar eftir því að ríkið framlengi bótarétt til þess að forða því að atvinnulausir lendi á framfærslu sveitarfélaga, endurspeglar ef til vill skort á vitund verkalýðshreyfingarinnar gagnvart eigin ábyrgð í þessu efni.

Ríki og sveitarfélög eru eitt í raun og tekjur koma úr vasa íbúa sem eru launamenn sem einnig greiða lögbundin iðgjöld alla sína ævi í sín verkalýðsfélög og lífeyrissjóði.

Er það til of mikils mælst að félögin hlaupi undir bagga með atvinnulausum án bótaréttar ?

Umsamin laun á vinnumarkaði eru til háborinnar skammar ekki hvað síst laun kvenna þar sem viðkomandi verkalýðsforkólfar hafa ekki staðið sína pligt varðandi það atriði að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll viðvarandi launamun til langs tíma og menn vita vel hvar er ef þeir vilja af vita.

Þegar svo illa er komið að atvinnuleysisbætur eru álíka og laun á vinnumarkaði þá er lítinn hvata að finna til vinnuþáttöku.

Það dugar ekki að hrópa á ríkið til þess að forða sveitarfélögunum, meðan verkalýðshreyfingin situr sjálf í alls konar markaðsbraski með Framtakssjóði lifeyrissjóðanna sem enginn launþegi var spurður um hvort vildi koma á fót, frekar en fyrri daginn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þurfa að framlengja bótarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Já Guðrún þetta er mikið rétt hjá þér, launajafnrétti er ekki til og laun eru of lág, að minnsta kosti til að lifa af í verðlagi eins og það er í dag. En ríkisstjórnin þarf að fara frá og inn þurfa að koma stjórnendur sem skapa atvinnu og hagsæld, Jóhanna og Skattgrímur eru ekki í stakk búin til að rétta af þessar skekkjur og verða að víkja ! Þau hafa ekki reynst þjóðinni eins og þau höfðu lofað ! :-)

Jón Svavarsson, 22.9.2011 kl. 02:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Takk fyrir það.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.9.2011 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband