Hugleiðing um lög og lagasetningu og framkvæmd laga.

Mér skilst að Alþingi hafi verið að samþykkja ný sveitarstjórnarlög þar sem sveitarfélögum er bannað að skuldsetja sig um of, sem er í sjálfu sér ágætt en hvers vegna eru lög þessi tilkomin ?

Jú þau eru tilkomin eftir að sveitarfélög hafa skuldsett sig of mikið og lagasetningin á bara að laga allt .... á einni stundu, ekki einu sinni gefinn aðlögunartími.

Hér er því miður eitt dæmi af fleirum þar sem Alþingi kemur eftir dúk og disk með lög um eitthvað sem eðli máls samkvæmt hefði fyrir löngu síðan átt að vera fyrir hendi í raun.

Munu nýjar tillögur stjórnarskrá bæta framkvæmd laga hér á landi ?

Mitt svar er Nei, því miður ekki meðan sú aðferðafræði sem hér er lýst er til staðar, þá breytir stjórnarskrá litlu um þá hina sömu framkvæmd.

Jafnframt er túlkun laga á hendi framkvæmdavaldsins, opinberra stofnanna, þar sem koma til sögu reglugerðir af hálfu sitjandi ráðherra hinna ýmsu málaflokka hverju sinni, reglugerðir sem oft og iðulega kunna að breyta all verulega upphaflegum tilgangi lagasetningar og fara ekki fyrir Alþingi til samþykktar.

Í raun og veru ætti það að vera skylda hins opinbera að senda landsmönnum öllum Stjórnartíðindi þar sem birtar eru reglugerðir við lög, hér og þar í lagafrumskóginum íslenska.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband