Vanhæfur þingmaður á þingi ?

Ummæli þingmannsins voru tilefni til þess að víta þann hinn sama á stundinni, en einhverra hluta vegna svaf þingforseti á verðinum.

Það atriði að viðkomandi þingmaður skuli ekki kunna að gæta síns máls, betur en þetta er tilefni til þess að velta fyrir sér hvort og þá hvaða erindi sá hinn sami á sem þingmaður á Alþingi Íslendinga.

Er það svona málflutningur sem Vinstri hreyfingin Grænt framboð vill viðhafa ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Talaði um „forsetaræfilinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæl Guðrún - ég er alveg sammála þér, en það sem stakk mig svolítið þegar þetta atriði var sýnt í sjónvarpi, var að forseti þingsins virtist fylgjast vel með ræðunni hans Björns ( hún sagðist ekki hafa orðið vör við að hann hefði sagt þetta, vegna anna )

En ég held að það sé líka til skynsamt fólk innan VG sem vill ekki svona málflutning..........

Eyþór Örn Óskarsson, 15.9.2011 kl. 01:17

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Eyþór.

Já það var mjög skrítið að forseti skyldi ekki taka eftir þessu, en ég er sammála þér varðandi það að innan VG hljóti að vera fólk sem getur ekki tekið undir slíkan málflutning.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.9.2011 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband