Sorgin.

Sorgin er langur gangur í skógi tilfinninganna, og aðferðir mannsins við að vinna úr þeim hinum sömu aðstæðum eru margvíslegar og einstaklingsbundnar eins og mennirnir eru margir.

Sjálf upplifði ég slíka úrvinnslu með fjögurra ára barn sem missti föður sinn
snögglega, en birtingarmyndin við úrvinnsluna var ekki hvað síst tjáning í formi teikninga, alls konar teikninga í miklu magni, en þetta ár var ár sem barnið mitt missti afa og pabba með nokkurra mánaða millibili.

Sama ár um haustið fór ég að fylgja aldraðri frænku sem dó, og þá kom teikning sem var sérstök að því leytinu til að
barnið teiknaði mynd af krossum í kirkjugarði, fullt af krossum en fyrir framan þá var vél þar sem hægt var að ýta á takka og sjá hvernig viðkomandi dó, þ.e hvort hann dó úr elli eða öðru.

Mér fannst þetta táknræn birtingarmynd tilraunar til rökhyggju á þessum aldri en eigi að síður úrvinnsla sorgar.

Sjálf ákvað ég á þeim tímapunkti að tími minn með barninu heima væri mikilvægari en tími til þess að sækja sorgarnámskeið utan heimilis með pössun fyrir barnið á meðan og fann mínar leiðir til tjáningar heima fyrir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Engin sorgarviðbrögð óeðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.8.2011 kl. 07:30

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir hjartað Jóhanna, knús til baka.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.8.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband