Hinir öflugu hagsmunahópar hér á landi og lýðræðið.

Forseti vor er sannur fræðimaður og hefur öðrum fremur skynjað vilja sinnar þjóðar eftir hrun hér á landi.

Í ljósi þess er ágætt að íhuga " hina öflugu hagsmunahópa " hér á landi, meðal annars í ljósi deilna um inngöngu í Evropusambandið.

Eru það hagsmunir hins almenna Íslendings að við göngum inn í Evrópusambandið eða hagsmunir " hinna öflugu hagsmunahópa " hér á landi ?

Við upplífum nú mikinn hamagang gegn bændastéttinni af hálfu fulltrúa vísindasamfélagsins sem vill ganga inn í bandalag Evrópuþjóða, og var sammála því að þjóðin greiddi skuldir einkabanka erlendis, líkt og flestir sem vilja inngöngu þangað.

Getur það verið að Íslendingar vilji flytja inn afurðir erlendis frá með tilheyrandi kostnaði eðli máls samkvæmt af orku jarðar og leggja niður landbúnað innanlands, eða er þetta pólítísk einstefna eins og stundum áður ?

Ég hygg að það sé mikilvægt að greina á milli þess hvað er pólítískur einstefnuáróður í þessu efni og hvað almenn mannleg skynsemi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gekk gegn hagsmunaöflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gmaría nei ég stend með bændum þessa lands gegn 101 fólkinu sem veit ekkert um hvernig landið snýr.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2011 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband