Þjóðarleiðtogar þurfa að gefa fólki von.

Skortur á pólítískri forystu á tímum niðursveiflu í efnahagslífi á veraldarvísu, er afskaplega slæmur þar sem það skiptir verulegu máli að þeir sem kosnir eru til valda gefi fólki von með því að ræða um ástandið og horfur framundan.

Það er hins vegar einkenni þessarra tíma, bæði hér á landi sem víðar að þjóðarleiðtogar virðast skríða inn í skel í stað þess að vera sýnilegir og tala kjark í landsmenn á tímum þrenginga.

Þess er virkilega þörf að ráðamenn stígi fram og ræði við almenning sem aftur kann að verða til þess að slá á ólgu sem eðlilega er undirliggjandi í aðstæðum þeim sem til staðar eru.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband