Kökubasar skal áfram á Íslandi.

Nú má ekki halda kökubasara samkvæmt skilgreiningu reglugerða sem einhver íslensk stofnun hins opinbera hefur ákveðið að túlka á þann veg.

Að vissu leyti finnst mér þetta álíka því og þegar Vegagerðinni var gert að mála allar útafakstursreinar frá þjóðvegi 1. á sínum tíma með hvítri málningu og var innt af hendi næstum samtímis, meðan enn vantaði það atriði að fækka einbreiðum brúm á landinu.

Vottunarferli gæða er fínt, og sjálfsagt, en almenn mannleg skynsemi segir okkur það að kökur sem bakaðar eru inni á heimilum landsmanna, hljóti eins að geta verið hægt að selja af og til í góðgerðarstarfssemi til fjáröflunar, án þess að nokkrum sé hætta búin af sliku.

Það er ljóst að konur munu fyrr en síðar mæta með kökukeflið til mótmæla þessari annars afar heimskulegu ráðstöfun i framkvæmd mála.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Íslenskar konur munu áreiðanlega finna leið framhjá þessum fáránlegu EES-reglum, Guðrún María.

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 29.7.2011 kl. 19:30

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er t.d. hægt að selja kökudiska á ,,kökuverði" og gefa kökunar ofan á diskunum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 29.7.2011 kl. 22:44

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir Kristján og Kristinn.

Já ég trú þvi að það finnist fær í leið í þessu efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.7.2011 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband