Glæsilegt Steingrímur, nú geta landsmenn bara lagt bílunum.

Ráðherrann sagði að efla ætti almenningssamgöngur og væntanlega lítur þá dagsins ljós verkefni um lestarsamgöngur eins og tíðkast hjá frændum okkar á Norðurlöndunum, svo ekki sé minnst á það atriði að ríkið niðurgreiði rútuferðir og strætó innanbæjar.

Því miður er raunin sú að hvatinn að því að nota þær takmörkuðu almenningssamgöngur sem fyrir hendi eru, allt of lítill, nema til komi hugsjónabarátta þess efnis að menga minna og geta hjólað á reiðhjóli milli staða.

Í ljósi þess skyldi íhuga eldsneytisverð og álögur þær sem ríkið leggur á nú um stundir.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Álögur á eldsneyti lækka ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband