Að jafna rétt.
Mánudagur, 20. júní 2011
Konur taki aukinn þátt...... hærra hlutfall kvenna.... aukin fjöldi kvenna í stjórnunarstöðum..... staðlað jafnrétti.....jafnréttisviðmið...., kynjarannsóknir, osfrv...... osfrv...
Hefur allt þetta skilað konum á vinnumarkaði hærri launum, menntuðum sem ómenntuðum ?
Því miður er svarið Nei, lítið sem ekki neitt hefur þokast í því efni í áratugum talið, og eftir því sem fleiri konur hafa haslað sér völl á vinnumarkaði , því lægri laun almennt í heildina.
Því miður, og mér hefur verið ósýnilegt þetta frelsi kvenna á vinnumarkaði í þessu sambandi en það skal tekið fram að undanfarna áratugi hefi ég lengst af verið einstæð móðir, og ófaglærð á vinnumarkaði með starfsmenntun mögulega.
Hins vegar stóð ég frammi fyrir því árið 1991, að það borgaði sig ekki fyrir mig þá að læra til leikskólakennara í þá fjögur ár, því byrjunarlaun mín hefðu orðið lægri en ég með mina starfsmenntun þá sem ófaglærð hafði á þeim tíma.
Þvílík og önnur eins skömm varðandi verðmat eins þjóðfélags á gildi starfa við það að leggja grunninn að uppeldi barna í frumbernsku, og því miður hefur að nokkru leyti gegnt sama máli um störf grunnskólakennara í landinu þar sem verðmat á virði starfanna hefur ekki tekið mið af eðli þeirra, og þjóðfélagslegum tilgangi, að mínu viti.
Meðan verðmat á gildi starfa þar sem kvennastéttir eru hvað fjölmennastar er með því móti sem enn er við lýði í dag, er enn afar langt í land til jafnréttis, þrátt fyrir allra handa rannsóknariðnað og lagasetningu þar að lútindi.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.