Lyflækningar og umfang þeirra.

Um leið og ég fagna fyrirspurn Sigmundar Davíðs um þetta mál, þá má jafnframt minna á það að WHO, Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin sendi út viðvörun fýrir all mörgum árum, varðandi ofnotkun sýklalyfja í heiminum.

Það var án efa þörf viðvörun, en eftirfylgni eftirlitsaðila í hverju landi varðandi þróun mála hvort sem um er að ræða sýkalyf ellegar aðra lyfjaflokka hvað varðar magn, þarf að vera stöðug öllum stundum.

Umfang lyflækninga í heilbrigðiskerfinu hér á landi hefur helst haft birtingamyndir stórkostlega vaxandi kostnaðar hins opinbera í þessu efni.

Því miður hefur ákveðin sjúkdómavæðing verið fyrir hendi hér sem annars staðar og skömmu eftir að nýr sjúkdómur finnst, kemur að vörmu spor töfralyf víð honum, frá einhverju lyfjafyrirtækinu.

Rannsóknir skortir um það, mér best vitanlega, hversu mikið hið aukna magn lyflækninga, bætir lífsgæði sjúklinga, sem og hve mikill samfélagslegur kostnaður fylgir þeirri hinni sömu lyfjanotkun.

Ég veit þess dæmi að einstaklingur var fyrst greindur með krabbamein á lokastigi, eftir stöðug samskipti við kerfið, þar sem ávísuð sýklalyf í sífellu fram og til baka án þess að greina undirliggjandi vandamál, var til staðar.

Fjórum dögum síðar kvaddi sá hinn sami þetta jarðlíf.

Tilhneingin virðist því miður hafa verið fyrir hendi í einstökum tivikum, til þess að leysa mál með lyfjum á lyfjum ofan án þess að nauðsynleg greining á vandamálinu, væri raunin.

Hið gífurlega magn lyfja sem eldra fólki er ávísað til notkunar er eitthvað sem ég álít verkefni stjórnvalda að skoða sérstaklega hér á landi, oft var þörf en nú er nauðsyn í ljósi þess að ný rannsókn um misjöfn gæði öldrunarstofnanna hér á landi liggur fyrir, þar sem meðal annars er bent á þennan þátt.

Einn fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins Hjálmar Árnason setti fram þá hugmynd í blaðagrein á sínum tíma að ef til vill væri það ráð að landsmenn allir færu í reglubundið eftirlit með almennu heilsufari og ég tel að þessi hugmynd hans hafi verið eitthvað sem menn ættu sannarlega að skoða enn þann dag í dag, sökum þess að það kynni að vera hagstæðara fyrir eitt samfélag að vita heilsufarslega stöðu einstaklinganna, heldur en að prófa lyf á lyf ofan með tilheyrandi niðurgreiðslu hins opinbera án þess að staðreyndur sjúkdómur samkvæmt læknisfræðilegum rannsóknum, væri forsendan.

kv.Guðrún María.


mbl.is 50% meiri sýklalyf en í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband