Veröld fíkniefnanna.

Kastljós ríkissjónvarpsins, og Jóhannes Krístjánsson á þakkir skilið fyrir þáttagerð um veröld fíkniefnanna, þar sem í kvöld var dregin fram hinn nöturlegi sannleikur þess efnis að hluti þeirra efna sem eru til sölu á undirheimamarkaði kemur sem ávísuð lyf af læknum til sjúklinga , afgreidd gegnum apótek, niðurgreidd af skattfé landsmanna.

Umfjöllunin um þessi mál hefur vakið fólk til umhugsunar vægast sagt, en umræða um þessi mál er og hefur verið af skornum skammti, þrátt fyrir það að vandinn sé djúpstæður og snerti marga í voru samfélagi sem þekkja til einstakinga er lent hafa fyrir þessum vágesti og ánetjast fíkniefnum.

Eitt samfélag þarf að fordæma fíkniefnin en hjálpa fíklunum, sem kallar á vitund um vandamálið í ríkara mæli en verið hefur.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband