Hversu djúp er gjáin milli þings og þjóðar í Evrópusambandsmálinu ?

Það er alvarlegur álítshnekkir fyrir okkur Íslendinga, ef svo er komið að einn stjórnmálaflokkur geti róið af stað með aðildarumsókn að Esb, í krafti naums þingmeirihluta án þess að spyrja þjóðina um vilja til þess arna.

Aðildarumsókn sem verði síðan felld með álíka meirihluta þjóðarinnar og greiddi atkvæði i Icesaveþjóðaratkvæðagreiðslunni um daginn, eftir að búið er að kosta miklum fjármunum við það að sitja að samningagerð af hálfu aðila innan lands sem utan.

Ég hlýddi á viðtal við Þorvald Gylfasaon stjórnlagaráðsfulltrúa í dag á Útvarpi Sögu, þar sem sá hinn sami ræddi um það að nauðsynlegt væri að setja inn ákvæði í stjórnarskrá er heimilaði það fullveldisafsal sem innganga í Esb, þýddi ef af yrði.

Þar skýtur ansi skökku við hvað varðar lýðræðislega meðferð þessa máls að mínu viti , þ.e að stjórnlagaráð hyggist aðlaga hugmyndir um stjórnarskrá fyrir, hugsanlega einn stjórnmálaflokk sem vill ganga í Evrópusambandið er situr nú við stjórnvölinn.

Hefur Alþingi umboð þjóðarinnar í þessu máli eða ekki ?

Um það snýst spurningin.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband