Seljavallalaug úr öskustónni.

Það er fagnaðarefni að sjá hreinsun laugarinnar eftir hamfarirnar undir Fjöllunum, en sjálf hefði ég sannarlega lagt hönd á plóginn, ef ég væri þess umkomin, sem ég er því miður ekki líkamlega, eins og er.

Eitt það skemmtilegasta í mínum uppvexti var að " fara upp í laug " en síðar varð mér það ljóst hvílík hlunnindi það voru að hafa Seljavallalaug innan seilingar.

Afrekið mikla við byggingu laugarinnar á sínum tíma af þeim mönnum sem það gerðu, bar vott um framsýni og dugnað sem nýttist komandi kynslóðum.

Sem Eyfelling er mér þakklæti í huga að sjá umhugsun um þessa paradís við jökulrætur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mokuðu ösku úr Seljavallalaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband