Samfylkingin hefur ekki látið sig varða fiskveiðistjórn fyrr en nú.

Ég man ekki eftir því að hafa séð Helga Hjörvar ræða um fiskveiðistjórn fyrr en nú, en sjónarspilið um að gera þetta mál pólítiskt allt í einu núna, er hálf hlægilegt satt best að segja.

Sjónarspil verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda var ein leiksýning frá upphafi til enda, og nú skal látið líta svo út að ríkisstjórnin sé í " baráttu við sægreifana " halelúja amen..... af hálfu flokks sem lengi vel hafði ekki skoðun á sjávarútvegsmálum á þingi en gegnir nú forystu í laskaðri vinstri stjórn sem varla hefur nægilegan meirihluta til að koma málum áfram.

Auðvitað var búið að ræða málið bak við tjöldin annars hefði Samherji ekki keypt ÚA til baka.

Engar sérstakar breytingar virðast í farteskinu frekar en fyrri daginn og enn óvíst um samstöðu um málið, en fínt hjá Helga að reyna að slá sig til riddara.

Einu sinni er allt fyrst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sægreifarnir ekki í sáttahug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband