Lífsreynslubrunnurinn.
Laugardagur, 7. maí 2011
Af hverju ert þú ekki búin að gefa út bók, miðað við það vatn sem runnið hefur til sjávar af lifsreynslu úr brunni þínum , hafa vinir spurt mig að ?
Til hvers, segi ég er ekki nóg af slíkum sögum dags daglega ?
Við mætum öll andstreymi í lífinu á einhverjum tímapunkti mismikið þó.
Það sem einum finnst verulegt vandamál, lítur út fyrir öðrum sem verkefni við að fást, en auðvitað er það misjafnt hve mikið við berum hönd fyrir höfuð okkar hverju sinni sem og hversu mikið tilstand það kann að vera einfaldlega að verja tilvist sína í einu samfélagi fyrir hvern einstakling.
Trúin á tilvist réttlætis og tilgang þess að vinna því vegi færa með þeim aðferðum sem til staðar eru, hafa ætíð verið mitt leiðarljós hingað til sem og hér eftir.
Þurfi maður að standa í bréfaskiptum um áraraðir til þess að hnekkja heimskulegum ákvörðunum þá er það svo en erfiðara er að taka því að missa heilsu allt í einu ellegar fást við það sem heitir hvers konar vandamál þar að lútandi til handa sér og sínum.
Það tók mig tvö ár á sínum tíma að hnekkja einu stykki ákvarðantöku af hálfu eins aðila er varðaði þáverandi starf mitt, þar sem viðkomandi mátti þurfa að eyða upplýsingum er haldið hafði verið leyndum fyrir mér um mig, sem áttu að teljast forsenda uppsagnar úr starfi, þar sem þær hinar sömu upplýsingar innihéldu ekki málefnalega röksemdafærslu.
Það kostaði bréfasamskipti við fjóra aðila hins opinbera af minni hálfu í tvö ár. Þessi tvö ár gat engin sagt neitt um störf mín í sex ár hjá hlutaðeigandi eins fínt og það var á þeim tíma fyrir mig sem ekkju með eitt barn á framfæri, til möguleika til vinnu á þeim tíma.
Það borgaði sig hins vegar ekki fyrir mig að lögsækja viðkomandi vinnuveitenda samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verkalýðsfélags þess sem ekki hafði unnið mínu máli mikla brautargöngu, heldur var þar um að ræða einkaframtak mitt meira og minna, þar sem ég á endanum uppskar réttlæti án bóta fyrir tjónið.
Ekkert annað var að gera en ávinna sér að nýju virðingu á vinnumarkaði sem ég gerði að sjálfsögðu því lífið heldur áfram.
Síðar tók ég upp á því að taka þátt í pólítik sem hefur vissulega marga vegi sem ,ýmsa getur tekið stefnuna allt eftir þvi hvernig vindur blæs en er ágæt reynsla eigi að síður um framgang þróunar í þeim vettvangi i voru samfélagi.
Allt hefur hins vegar sinn tíma í lífi hvers og eins, þáttaka í pólítik sem annað en ég hefi fundið mér stað með fólki sem ég tel kunna að vinna og er sátt við það.
Mín barátta nú um stundir er hins vegar sú að ná mínu heilsutetri í lag eftir slys til þess að geta unnið mínu samfélagi gagn að nýju og mín orka fer í það fyrst og fremst.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.