Góð spurning, var að lesa 1.maí ávarp míns stéttarfélags í Fjarðarpóstinum.

Góðar vangaveltur hjá Pétri Blöndal sem er einn af allt of fáum alþingismönnum sem þorað hafa að anda á skipulag verkalýðshreyfingar í landinu.

Verkalýðsfélögin í Hafnarfirði birtu 1.maí ávarp sitt í Fjarðarpóstinum sem kom út í dag, en félögin eru STH, Hlíf og Sjómannafélag Hafnarfjarðar.

Það er meðal annars gert að umtalsefni kosning um Icesavelögin og rætt um það að niðurstaðan skapi enn frekari óvissu og þjóðin hafi dæmt sig inní þessar aðstæður, þar sem framtíðarsýn sé óskýrari en áður. Ekki sé gott að stíga næstu skref því við vitum ekkert hver við erum að stefna.........

Jafnframt er rætt um að næstu misseri verði okkur enn erfiðari en óvissa um niðurskurð.........

Rétt einu sinni enn falla menn í hinn pólítiska pytt í þessum samtökum svo með hreinum ólíkindum má telja.

kv.Guðrún María.


mbl.is Spyr hvort SA og ASÍ ætli í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband