Núverandi ríkisstjórn bíður eftir þvi að bera Evrópusambandssólina inn í húfum.
Þriðjudagur, 26. apríl 2011
Ég hef sagt það áður og segi það enn að andvaraleysi núverandi stjórnvalda, varðandi hin ýmsu mál hér innanlands, litast að því að menn eru beinlínis að bíða eftir því að bera fram aðildarsamning að Evrópusambandinu fyrir land og þjóð, að öllum likindum á sama tíma og samband þetta er nærri því að liðast í sundur.
Þangað til er látið reka á reiðanum, hér innan lands og alls konar sýndarmennska í formi viljayfirlýsinga um hitt og þetta eru þau stjórntæki sem eru notuð og nýtt til hins ýtrasta.
Sá flokkur sem gegnir forystu í ríkisstjórn landsins Samfylkingin er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem hefur það í stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Esb, hinir ekki, og með ólíkindum má telja að samstarfsflokkurinn VG, hafi selt stefnu sína fyrir setu í rikisstjórn í því efni, en það atriði hefur nú þegar kostað þrjá þingmenn á brott úr stuðning við þessa stjórn úr þingflokki VG og skyldi engan undra.
Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu er sá hinn sami og stuðningur við það atriði að segja Já við Icesave, flóknara er það ekki að mínu viti og með ólíkindum að áfram skuli haldið í þeirri vegferð sem mál þetta er í af hálfu sitjandi stjórnvalda, þar sem lýðræðisfarvegur málsins er vægast sagt á hálum ís og sitjandi stjórnarflokkar verða án ef að athlægi í Evrópu er gengið verður til atkvæða um samning sem kostað hefur verið fjármunum í að útbúa, hvaðan svo sem þeir fjármunir koma.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.