Hver borgar Esb, málninguna ?

Í raun má segja að það sé með ólíkindum að ein stofnun hins opinbera í þessu tilviki Landhelgisgæsla sem rekin er fyrir fé skattgreiðenda, fái ekki nægar heimildir af fjárlögum ár hvert til reksturs, ellegar sé þá skorin niður sú starfssemi sem hið opinbera treystir sér ekki til að reka í þessu tilviki.

Hafa einstök ráðuneyti heimild til þess að gera út þjónustu hins opinbera með þessu móti, til dæmis með það að markmiði að viðhalda störfum ?

Það væri mjög fróðlegt að vita á hvaða grunni þessi starfssemi er þ.e, hvort Landhelgisgæslan sem rekin er fyrir fé skattgreiðenda er verktaki fyrir Frontex, en ef svo er, hver greiðir fyrir breytingar svo sem málningu á skipið ?

Verktakar þurfa yfirleitt ekki að breyta nafni síns fyrirtækis við verktöku en er " opinber verktaka " kanski eitthvað annað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fáni ESB á varðskipinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sammála - ennfremur tel ég það óheimilt að mála erlenda fána á Íslenskt varðskip...........

Eyþór Örn Óskarsson, 17.4.2011 kl. 16:20

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já takk fyrir það Eyþór.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.4.2011 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband