Í upphafi skal endir skoða, hver bað um þetta samkrull ?

Mátti forystumönnum ASÍ ekki vera það ljóst að ferðalag með viðsemjendum sínkt og heilagt á fund ríkisstjórnar um aðkomu að gerð kjarasamninga væri ekki ferðalag til fjár fyrir launamenn í landinu ?

Að vissu leyti er það næstum sögulegt að þarna skilji á milli við samningsborðið í þessu annars arfavitlausa samkrulli sem aldrei skyldi verið hafa.

Nú reka menn sig nefnilega á það að búið er að nota hagsmunasamtök launamanna sem tilraun atvinnurekanda til að skapa sem hagstæðust rekstrarskilyrði með fundahaldi við ríkisstjórn um skilyrði þau hin sömu.

Í upphafi mátti því endir skoða í þessu sambandi og veldur hver á heldur.

Ég hygg að það sér farsælast að hvert félag fyrir sig semji um kaup og kjör við sinn vinnuveitanda án aðkomu miðstýringaryfirregnhlífabandalags til þess arna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Viðræðuslit í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband