Fjársjóður Eyfellinga, menningartengd ferðaþjónusta sem aldrei fyrr.

Ég óska Óla og Guðnýju til hamingju með þetta framtak sem er sannarlega svar við eftirspurn um þjónustu við ferðamenn um þessar slóðir eftir eldgosið í jöklinum.

Ferðamannastraumur um Eyfjafjöll hefur ætíð verið mikill yfir sumartímann og safnið í Skógum sem Þórður Tómasson hefur átt mikinn heiður að er einstakt og samgönguminjasafnið merk viðbót við það sem fyrir var.

Ég tel að enn liggi óplægður akur í sögu Eyfellinga þar sem auka má enn frekar við menningartengda ferðaþjónustu, frá fjöru til fjalls.

kv.Guðrún María.


mbl.is Opna gestastofu á Þorvaldseyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband