Er pólítíkin eins og fótboltaleikur ?

Kanski er eitt kjörtímabil eins og einn fótboltaleikur, þar sem andstæðar fylkingar keppa um að skora mörk, ríkistjórn í formi árangurs í mark stjórnarandstöðu og stjórnarandstaða í mark ríkisstjórnar í formi árangursleysis !

Ef svo væri þá er nú betra að vera á vellinum í stað þess að hoppa út af honum, því þá kann svo að vera að menn verði dæmdir úr leik, svo fremi leikurinn sé fótbolti.

Stjórnmálin eru skrítin skrúfa oft og iðulega og stundum hefi ég velt því fyrir mér hve einkennileg tilviljun það er að fyrrum samstarfsmenn hjá fyrrum stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins eru allir komnir á þing, með sama áhugamál að koma Íslandi í Evrópusambandið sitt í hverjum stjórnmálaflokknum.

Þrír í SF þeir Sigmundur Ernir og Róbert Marshall, og Skúli Helgason, einn í Framsókn Guðmundur Steingrímsson, og einn nú í VG, áður Borgaraflokki Þráinn Bertelsson.

Kanski gleymi ég einhverjum en þarna eru saman á þingi óvenju margir gamlir samstarfsmenn með eins og áður sagði með sama áhugamál að ganga í Evrópusambandið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Guðmundur sat hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband