Icesaveklafinn er dýrkeyptur og tilhæfulaus aðgöngumiði að Evrópusambandinu.

Tilraunir stjórnarsinna til þess að fá almenning í landinu til þess að samþykkja síðustu útgáfu Icesaveklafans sýna og sanna að hér er um pólítiskt mál að ræða sem tengist umsókn að Evrópusambandinu, meira og minna eins og Atli Gíslason tjáði sig um er hann yfirgaf þingflokk VG.

Með öðrum orðum núverandi stjórnvöld gefa sér ekki tíma til þess að klára uppgjör í þrotabú Landsbankans áður en þjóðinni er boðið að taka áhættu um óvissuþætti þar að lútandi sem búið er að ramma inn í lög frá Alþingi.

Lög, sem byggja EKKI á lögvarðri kröfu, heldur pólítískum vilja um frágang af hálfu sitjandi flokka í stjórn.

Það þarf ekki mikla menntun til þess að átta sig á því hinu sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Atli og Lilja setja x við nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og sjá má á myndbandinu úr þessum fréttaþætti í Írlandi þá eru Írar byrjaðir að spá alvarlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldir einkabanka. Þeir horfa eins og margir aðrir til Íslands sem fyrirmynd og bíða spenntir eftir kosningunum hér.

Það væru risastór mistök að samþykja Icesave. Því að Evrópa er hratt að sigla inn í sömu spurningar og við Íslendingar búum við núna. Skilningur á málstað Íslands fer gríðarlega hratt vaxandi þessa dagana.

Nei fyrir framtíð Íslands og þegna fjölda annara landa í sömu stöðu.

Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 01:57

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já mjög svo sammála þér Már.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.4.2011 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband