Háttvirtur borgarstjóri, menn á æðstu stöðum mjálma ekki undan umræðu.

Seint hefði mér dottið í hug að sjá háttvirtan borgarstjóra kvarta undan umræðu og finna óvini í hverju horni.

Varðandi skólamálin og þær hugmyndir um breytingar þar á bæ er það ekki ofsögum sagt að þær hinar sömu breytingar eru einfaldlega of miklar á of stuttum tíma ásamt því að spara aurinn en kasta krónunni.

Jafnframt vega tillögurnar að hagsmunum barna og raska aðstæðum á tímum þar sem allt þarf að leggja á árar til halda þvi hinu sama umhverfi frá breytingum hvers konar.

Rekstur skólanna er grunnþjónusta við menntun íbúa þar sem sveitarfélagið hefur lögbundið hlutverk með höndum, og áður en slíku skyldi raskað fjárhagslega er það siðferðileg skylda stjórnmálamanna að forgangsraða með því móti að taka fjármuni úr ólögbundnum verkefnum og færa til.

kv.Guðrún María.


mbl.is Pólitísk skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já mikið er ég fegin að fleiri er á sömu skoðun og ég...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.4.2011 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband