Núverandi ríkisstjórnarflokkar bera ábyrgð á samningum um Iceasave.

Icesavemálið er ein sápuópera þar sem núverandi ríkisstjórn og þeir flokkar sem þar sitja báru fyrst á borð fyrir þjóðina samninga sem voru með því móti að engum heilvita manni var mögulegt að sjá nokkra einustu glóru í því hinu sama.

Þá komu til fyrirvarar og lagfæringar og síðan aftur samningagerð sú sem enn er borin fram af hálfu stjórnvalda fyrir þjóðina til samþykktar með tilstuðlan forseta Íslands er vísaði málinu í þjóðaratkvæði.

Verði niðurstaðan sú að þjóðin hafni nýjustu útgáfu samninga þessara í atkvæðagreiðslu á laugardaginn kemur, er það nokkuð ljóst að sú ríkisstjórn sem situr við stjórnvölinn hefur beðið hnekki, ekki einu sinni heldur þrisvar í raun, í þessu eina máli.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband