Alþingi skyldi óheimilt að skuldbinda þjóðina með óvissuþáttum upphæða í samningum.

Sjálf hefi ég litið svo á að lög frá Alþingi þyrftu að innihalda ramma sem rúmast í fjárlögum, þannig að óvissuþættir geti ekki raskað þeim hinum sama ramma.

Það atriði að leiða í lög samninga þar sem upphæðir geta hugsanlega sveiflast í milljörðum vegna gengisáhættu er eitthvað sem ég tel óviðunandi að Alþingismönnum sé svo mikið sem boðið að greiða atkvæði um sem lagafrumvörp af hálfu sitjandi ríkisstjórna landsins.

Icesavemálið er nærtækasta dæmið og það alvarlegasta hingað til.

Að öðru leyti er tilhneigingin til þess að leiða alla skapaða hluti í lög, jafnt mögulega sem ómögulega hluti af ákveðinni forsjárhyggju sem sannarlega má víkja hér á landi.

Ofurumsýsla hins opinbera við ýmis konar lagakróka og framkvæmdir án þess þó að eftirlit sé eitthvað með tilgangi framkvæmdanna í raun er Akkilesarhæll hins íslenska stjórnsýslukerfis sem kostar yfirleitt allt of mikið.

Við endurskoðun nýrrar stjórnarskrár ætti sannarlega að koma inn ákvæði þar sem Alþingi væri algjörlega óheimilt að bera fram frumvörp til laga sem innihalda óvissuþætti þá sem finna má í samningumum um Icesave.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband