Enn eitt metið í ofnotkun lyfja hér á landi.
Sunnudagur, 3. apríl 2011
Þeirri er þetta ritar kemur það svo sem ekki á óvart að Íslendingar eigi met í þessu efni miðað við önnur met af sama toga svo sem Norðurlandamet í geðlyfjanotkun hér um árið.
Hinn mikli skortur á gagnrýni innan vísindasamfélagsins á þessa þróun hefur verið og er tilfinnanlegur, því miður.
Gagnrýni utan þess hefur vissulega verið fyrir hendi en vísindasamfélagið hneigist til þess að vísa slíku á bug á forsendum þess að þar skorti þekkingu.
Fyrir mörgum árum síðan kom það í ljós í Bandaríkjunum að ofgreining á athyglisbresti var til staðar þar í landi.
Á sínum tíma dundaði ég mér við að þýða grein úr Psyhology Today, þar sem úrdráttur úr metsölubókinni Care of the soul, eftir sálfræðiþerapista að nafni Thomas Moore, var birt.
Sá hinn sami gagnrýnir marseringu visindanna og greiningar svo sem athyglisbrest, þar sem hann telur nútíma lif orðið það flókið að ekki sé hægt að norma einstaklinginn samkvæmt formúlum innan ákveðins ramma þar að lútandi eins og tilhneiging sé til.
Jafnframt telur hann að viðhorf samtímans sé orðið þannig að líkaminn sé vél sem hægt er laga eins og fara með bíl á verkstæði, og þar komi pilluausturinn meðal annars við sögu.
Þessi grein var fróðleg eins og flest öll gagnrýni á ríkjandi viðhorf, en því ber að fagna að hér á landi skuli tilkomin viðhorfbreyting í þessum efnum.
kv.Guðrún María.
Þingað um ADHD | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.