Hin ólýðræðislega aðferðafræði sitjandi ríkisstjórnar til þess að koma þjóðinni í Evrópusambandið.

Hamagangurinn við að ganga frá Icesave áður en þrotabú Landsbankans er gert upp, ásamt því að sniðganga niðurstöðu Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþings, og skipa stjórnlagaráð, er eitthvað sem allt ber að sama brunni þess að reyna að koma Íslensku þjóðinni inn i Evrópusambandið, meira og minna, þvi miður.

Fyrir það fyrsta skyldi vilji þjóðar til umsóknar hafa verið kannaður,
það var ekki gert, heldur ætt af stað í þá vegferð.

Í öðru lagi gleymdist það að samstarfsflokkur Samfylkingar í ríkisstjórn hafði andstæð sjónarmið um aðild á stefnuskrá sinni sem aftur hefur þýtt laskaða ríkisstjórn og ótryggan stjórnarmeirihluta.

Með öðrum orðum ríkisstjórn sem varla hefur verið stjórntæk til þess að vinna í málefnum þjóðarinnar vegna ósamstöðu og einhliða einblýni á Brussel,er eitthvað sem hefur verið raunin.

Það gefur augaleið að slíkt var allsendis ekki það sem íslensk þjóð þurfti á að halda við að koma þjóðarskútunni af strandstað, heldur áhorf á eigin sjálfbærni fyrst og fremst, með það að leiðarljósi að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma.

Aðildarumsókn að Esb, var og er því ein mesta tímaskekkja sem um getur við þessar aðstæður og skyldi dregin til baka svo fljótt sem verða má.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Málið snýst um skerðingu á þjóðfrelsinu sem við fengum fyrir tæpum 70 árum. Það hafa ýmsir látið sig dreyma um að skerða það eða skemma t.d. kommúnistar og nú Samfylkingarmenn. Rök þeirra eru rýr í roðinu og það finna þeir sjálfir. Þeir reyna að bæta það upp með því að níða niður sjálfstraust þjóðarinnar. Helsta trikkið er að hrópa upp „Ónýt króna!! Okkur er borgið ef við komumst í skjól Seðlabanka Evrópu“ Fullyrða að með töku Evru leysist öll okkar vandamál. En sleppa auðvitað að mynnast á t.d. Grikkland,Spán ,Portúgal og Írland þar sem gengi Evrunnar passar alls ekki.

Ef samtök atvinnuvega mótmæla inngöngu í EU þá munar þá ekkert um að rægja þá og gera þá tortryggilega. Í mínu ungdæmi var atvinnu rógur talið eitt það andstyggilegasta sem menn stunduðu. Nú er atvinnurógur ekkert mál. Bara krydd í umræðuna . Jafnvel þó menn stundi sína vinnu af samviskusemi og samkvæmt lögum,er þeim úthúðað eins og um forhertum glæpamönnum.

Kæri lesandi. Stöndum vörð um sjálfstæði þjóðar okkar . Hættum atvinnurógi og stöndum með atvinnuvegunum .

Snorri Hansson, 26.3.2011 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband