Styðja ríkisstjórnarsinnar öll mál stjórnarinnar, alveg sama hvað ?

Því miður að stórum hluta til, og í raun með ólíkindum að horfa á vegi flokksræðisins hér á landi þar sem alveg er sama hvaða mál dúkkar upp, yfirlýstir stuðningsmenn ríkisstjórnar samjamma allt alveg sama hvað.

Sjálfstæðar skoðanir eru svo fágætar að þær mætti setja á safn í þessu efni.

Getur einhver séð það fyrir sér að Samfylking og Vinstri Grænir hefðu samþykkt Icesavesamning númer þrjú ef þeir hinir sömu væru ennþá í stjórnarandstöðu og önnur ríkisstjórn borið mál þetta á borð ?

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef að ég man rétt þá lét Steingrímur hafa það eftir sér, að ef að það yrði nú samþykkt 650 milljarða ríkisábyrgð vegna Icesave, ofan á allt sem á undan er gengið þá yrði hér borgarastyrjöld.

 Hann fékk ,,mini útgáfu" af borgarastyrjöld, áður en nokkur samþykkti ríkisábyrgð á Icesave.  Hann komst svo til valda og hefur síðan þá samþykkt ríkisábyrgð vegna Icesave í þrígang.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.3.2011 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband