Um daginn og veginn.

Hörmungarnar í Japan eru eitthvað sem snertir mann inn að beini.

Að horfa á þjáningar sem slíkar af völdum náttúruhamfara, er ægilegt, þar sem menn berjast til þess að bjarga því sem hægt er að bjarga til þess að forða frekara tjóni.

Samúð mín er öll með japönsku þjóðinni.

Sjálf er ég búin að vera heima í hvíld síðustu daga, samkvæmt læknisráði, en er ekki nógu góð í bakinu, því er nú ver og miður, en ég var vongóð um tíma að allt væri upp á við en það gengur svo... en það liggur við að maður skammist sín að tala um eigið heilsufar þegar aðrir þjást enn meira.

En " hver er sjálfum sér næstur " segir máltækið og það hið sama á við okkur Íslendinga sem þjóð, þar sem við göngum nú til þjóðaratkvæðagreiðslu innan tíðar í annað skipti um sama mál Icesavemálið.

Mál sem aldrei skyldi hafa átt að verða samningagerð af hálfu valdhafa í landinu, heldur verkefni dómstóla að útkljá á forsendum fjármálagerninga á einkamálavettvangi með starfssemi sem til staðar var hér innan lands og utan.

Lágmarksforsenda er sú að þrotabú fyrrum banka hafi verið uppgert, áður en þjóðinni er svo mikið sem boðið það að taka þátt í viðbótargreiðslum vegna þessa.

Sitjandi valdhafar hefðu átt að geta gert sér grein fyrir því hinu sama.

kv.Guðrún Maria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband