Grunnþjónusta við menntun og heilbrigði á Íslandi.

Ég hlýddi á umræðuþátt á Ruv í kvöld um skólamál sem mér fannst nokkuð hástemmdur og ef til vill án þess að festa fingur á málum, en þó, allri umræðu um samfélagsmál ber að fagna, ekki hvað síst sem umræðu í ljósvakamiðlum.

Ég hef oft rætt um mikilvægi þess að skilgreina hvað er grunnþjónusta og hvað ekki á undanförnum árum, í menntun og heilbrigði hér á landi.

Þegar kemur að niðurskurði þjónustu hins opinbera þá er nefnilega aldrei mikilvægara að menn viti hvar mörkin eru milli grunnþjónustu og auka þjónustu við íbúa.

Er það til dæmis eitthvað eðlilegt að eitt sveitarfélag hins opinbera komi fram með stórfelldar breytingar í málefnum skólastarfs, meðan önnur gera það ekki ?

Hvar er jafnræðisregla stjórnarskrárinnar í þvi sambandi ?

Væri hægt að gera þá kröfu að ríkisstjórn í einu landi setti fram samræmingu í þessu sambandi hvað varðar grunnþjónustuhlutverk sveitarfélaganna ?

Það atriði að standa vörð um grunnmenntun og grunnheilbrigðisþjónustu er eitthvað sem eðlilega stendur hverjum manni nær sem innir af hendi skatta til hins opinbera í ýmsu formi þess hins sama.

Það er sama hvort um er að ræða menntun eða heilbrigði, eðlileg krafa hlýtur að vera sú að ráðamenn finni fótum sínum forráð í varðstöðu um grunnþjónustu eins samfélags.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband