Vanhugsaður sparnaður borgaryfirvalda í Reykjavík.

Það kemur betur í ljós hve mikil andstaða er við framkomnar hugmyndir borgaryfirvalda um samrekstur og sameiningu skóla í borginni.

Ég get ekki séð að þær hugmyndir að fara að færa til börn úr einu umhverfi í annað með lengri aðkomu sum hver í sína skóla sé ásættanlegt.

Hvert eitt einasta barn ætti að fá að ljúka skólagöngu í þeim skóla sem viðkomandi dvelur í nú, og hvers konar breytingar taki ekki gildi fyrr en við upphaf skólagöngu barna á fyrsta ári.

Hvar er umboðsmaður barna ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Foreldrar hafna sameiningartillögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Réttast væri að börn fengju frí frá skólum á meðan kennarar og skólastjórar rífast um þau! Þetta háskólamenntaða fólk ætti líka að taka smá umræðu-rispu um hryllilegt einelti í grunnskólunum í sömu rifrildis-umræðunni!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2011 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband