Stefnumörkun í atvinnumálum er EKKI verkefni Verkalýðshreyfingarinnar í landinu.

Hlutverk verkalýðsfélaga er að semja um kaup og kjör við vinnuveitendur, annað ekki og hin stórfurðulega aðferðafræði að " semja við ríkið " um stefnumörkun í atvinnumálum, er í mínum huga út úr kú.

Launþegar hafa ekki falið sínum verkalýðsfélögu að skipta sér af pólítik í landinu, hvað þá að slíkt finni stoð nokkurs staðar í lagaumhverfi því sem til staðar er um félög þessi.

Að öllum líkindum þarf að fara að senda inn skrifleg erindi til ráðuneytis félagsmála varðandi það hvort launþegum beri að greiða iðgjöld til félaga sem ekki einbeita sér að samningum um kaup og kjör, þ.e, fara út fyrir það hið sama verksvið.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Atvinnumál lykilatriði í kjaraviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband