Verslanir þurfa að gjöra svo vel að verðmerkja vöruna.

Það er með ólíkindum að öll þessi ár skuli forverðmerkingar hafa verið hér við lýði á matvörumarkaði án þess að Samkeppnisstofnun gerði nokkuð í því hinu sama, fyrr en nú eftir dúk og disk.

Raunin er sú að verslanir verða að gjöra svo vel að verðmerkja hvern einn einasta áleggspakka og pyslur og allt heila galleríið en mér segir svo hugur um að innan tíðar heyrist kvart og kvein um kostnað þar að lútandi.

Það er eigi að síður hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að hver verslun verðmerki sína vöru, hver svo sem framleiðandinn er.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kvarta undan verðmerkingum á kjötvörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2011 kl. 00:14

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég starfa í verslun og hef frá um miðjan febrúar tekið þessar nýju reglu upp án undantekninar, en þau viðbrögð frá viðskiptavinum sem ég mæti á gólfi á degi hverjum eru ekki góð, þeir líta ekki á hillumerkingar á áleggi og kvarta sífellt undan því að ekki  sé verð á áleggsbréfinu sem það er að kaupa, þrátt fyrir að uppi hanga mörg skilti um skýringar á breytingu þessarar lagastetningar.

Guðmundur Júlíusson, 5.3.2011 kl. 01:42

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hillumerkingar eru ekki nóg, verslunin þarf að verðmerkja hvert bréf, vegna þess að um mismunandi þyngd er að ræða í vöru, Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.3.2011 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband