Þetta mál þarftu að ígrunda betur Jón.

Það eru engin tækifæri í breytingum sem kosta meira til framtíðar en í upphafi er farið af stað með og í því sambandi sparar það ekki nokkurn skapaðan hlut að hræra upp í grunnskólum borgarinnar með markmið sparnaðar að leiðarljósi á tímum þegar grunnskóli hverfannna er ein helsta meginstoð barna í mismunandi aðstæðum eftir hrun eins samfélags.

Fyrst skyldi sameina i yfirstjórn Reykjavíkurborgar og koma einni stjórnun yfir skólasvið leik og grunnskóla, annað er út í hött.

Þótt skólar fullnýti ekki aðstöðu sína nú þá breytist það eðli máls samkvæmt eftir árum og hvers konar bullukollaragangur við sameiningu nú kemur bara í bakið á mönnum efir nokkur ár er þarf að stækka, það sjá flestir sem vilja sjá.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jón Gnarr: Tækifæri í breytingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Það tekur langan tíma að byggja en um leið er hægt að rífa niður og skemma á mjög stuttum tíma. Mér þykir miður að ekki séu ábyrgir aðilar með rekstur borgarinnar þessa dagana.

Gunnar Waage, 4.3.2011 kl. 01:14

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skólakerfið þarf að þróast. Þegar fólk er búið að finna út hvernig á að stjórna er bara að nota forrit sem gerir það. Hækka laun kennara og hætta að henda peningum í óþarfa "stjórnendur" og yfirbyggingu.

Þessi hræðsla við breytingar hefur kostað hryllilegar hörmungar. Það hefur haldið allri þróun í skefjum. Skóli er ekki verksmiðja sem framleiðir þægilegt vinnufólk til að viðhalda þjóðfélaginu sem er í dag.

Börn þurfa að fá alla vega möguleika á að vita hvað bíður þeirra. Hvað þarf að kenna í skólum svo bankahrunið endurtaki sig ekki? Hvernð vilja börnin lifa í framtíðinni?

Getur skólinn svarað þessum spurningum? Málið er að ef skólinn ætlar ekki að dragast afturúr sem gagnleg þarf fólk að hjálpast að við að breyta og ekki streða á móti allt og öllu.

Persónulega trúi ég að mörg vandamál þjóðfélagssins, ofbeldi, eiturlyfjaneysla og sálræn vandamál meigi rekja til skólakerfis eins og það er í dag.

Við h0fum ekki efni á skólakerfi sem er sniðið að þörfum starfsfólks og kennara og ekki nemenda.

Óskar Arnórsson, 4.3.2011 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband