Annað hvort í ökkla eða eyra hjá okkur Íslendingum.

Var eitthvað eðlilegt við það atriði að koma öllum flutningum yfir á vegina á sínum tíma ?

Í mínum huga er svarið nei, og mér varð nú tíðrætt um það hið sama hér eitt sinn, en fyrir það fyrsta er var vegakerfið og er ekki enn þann dag í dag í stakk búið til þess að taka því hinu sama.

Hluta þungaflutninga átti að hafa áfram sjóleiðina hér við land, til þess að minnka álag á vegakerfið, í stað þessa að hoppa úr einni aðferð í aðra sem í fljótu bragði virtist " hagkvæmust ".

Sem betur fer er ennþá hægt að taka ákvarðanir um breytt skipulag, þ.e að viðhafa strandsiglingar kring um landið í einhverjum mæli og vonandi verður það raunin því það skapar einnig atvinnu við hafnir og umsýslugjöld sem skipta máli fyrir hinar dreifðu byggðir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Helmingur viðhaldskostnaðar vegna vöruflutningabifreiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband