Icesavemálið er enn hjá þjóðinni.

Forseti vísaði málefni Icesave til þjóðarinnar og þjóðin sagði NEI.

Hvaða leyfi hafði ríkisstjórnin til þess að semja um það hið sama við aðrar þjóðir að nýju eftir það ?

Hvar liggur hið stjórnskipulega vald millum annars vegar synjunar forseta á lögum um eitthvað eitt málefni sem vísað er til þjóðar og þjóðin hafnar, og þess valds hins vegar sem sitjandi valdhafar taka sér að semja um mál þetta að nýju, þrátt fyrir synjun þjóðarinnar ?

Sitjandi valdhafar ættu að sjálfsögðu að hafa haft vit á því að innifela endurkomu sína að þessu sama máli með því móti að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri hluti af því hinu sama í frumvarpi sem nú liggur fyrir þingi.

Að öðrum kosti er eins víst að ný rannsóknarnefnd muni líta dagsins ljós um mál þetta allt þar sem fleiri en einn gætu komið til skoðunar í því efni er fram líða tímar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Á fjórtánda þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband