Þjóðin sagði NEI, við Icesave, hver gaf stjórnmálamönnum leyfi til að semja eftir það ?

Afstaða hluta Sjálfstæðismanna i málefnum Icesave, er eitthvað sem ef til vill birtir okkur ákveðinn loddarahátt sem viðgengst og viðgengist hefur þar sem flokkarnir hafa ekki fyrir því að vera í sambandi við flokksmenn sína og möndla málin bak við tjöldin.

Mál sem farið hefur í þjóðaratkvæðagreiðslu sökum þess að forseti hefur vísað því til þjóðarinnar, hlýtur eðli máls samkvæmt að lúta niðurstöðu þeirri sem þjóðin kvað á um varðandi já eða nei, og hvers konar samningatilraunir skyldu hafa verið ræddar við þjóðina og þjóðin upplýst á hverju einu einasta stigi áframhaldandi samninga um málið með það í farteski að lokaákvörðun væri þjóðarinnar.

Það hefur ekki verið gert hvorki af stjórnvöldum né Sjálfstæðismönnum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki gegn ályktun landsfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband