Hvernig skyldu þessi mál snúa að Íslendingum ?

Ég vildi óska þess að ég gæti kært þá ákvörðun að mitt lyf var tekið af markaði og annað dýrara sett inn á markað hér á landi í staðinn.

Hvað þá að hvati minn til að kæra þýddi það að ég fengi hluta sektarinnar sem verðlaun fyrir eins og lagaumhverfi í Bandaríkjunum gerir ráð fyrir.

Lyfjaiðnaðurinn lætur ekki að sér hæða og ef við fljótum með gagnrýnislaus á skipulagið þá getum við endurgreitt ofurfjármuni árlega af skattfé í þá hina sömu starfssemi svo mikið er víst.

Það skyldi þó aldrei vera að skoða mætti þessi mál ögn nánar hér á landi, ekki hvað síst í ljósi þess hvar viðkomandi fyrirtæki sem þarf að greiða 20 milljarða sekt er staðsett.

kv.Guðrún María.


mbl.is Greiði 20 milljarða sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband