Ráðherra sem einblýnir á stærðarhagkvæmnisformúlur heilbrigðismála, skortir sýn.

Stundum mætti halda að ráðamenn átti sig ekki á því að við Íslendingar teljum ekki fólksfjölda í milljónum talið og munum því verða að aðlaga okkur að því hinu sama, með skipulag allt í heilbrigðiskerfi sem öðrum kerfum mannsins.

Fyrir löngu síðan er BÚIÐ að skilgreina hátæknisjúkrahús annars vegar og grunnheilsugæslu hins vegar, og " þróun í átt til aukinnar sérhæfingar stærri eininga.......... " er því í mínum huga einn bullukollaragangurinn sem líta má úr ranni ráðamanna við ræðuhöld.

Jafnframt eiga bættar samgöngur lítið erindi inn í þróun heilbrigðismála hér á landi hvað varðar fjarlægð milli staða í landi sem er dreifbýlt og það atriði að ætla að kosta þyrluflug milli staða vegna þess að skortur er á nauðsynlegri þjónustu í hinum dreifðu byggðum, sem aftur bitnar á álagi á hátæknisjúkrahúsin er vægast sagt furðuleg aðferðafræði í þessum málaflokki.

Aukinn skilvirkni er hins vegar eitthvað sem hver einasti ráðherra þessa málaflokks ber í raun ábyrgð að að sé sem skyldi á hverjum tíma, jafnt í kreppu sem í góðæri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Heilbrigðismál á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband