Táknmál tilverunnar.

Það er ekki ólíklegt að hér kunni að vera um lofsteina að ræða sem lýst hafa upp næturhiminn.

Hins vegar er allt eins líklegt að enginn muni nokkurn tímann geta staðfest nákvæmlega hvað átti sér stað í þessu tilviki sem ýmsum öðrum.

Það er því tilfinning okkar sem gagnvart því hinu sama sem við veltum vöngum yfir einhvern tíma eða ekki.

Forfeður okkar voru duglegri að rýna í alla slíka atburði ef til vill vegna þess að þeir höfðu ekki internetið og alla hina miklu flóru af afþreyingu sem nútímamaðurinn hefur.

Þar var oftar en ekki lesið í óvenjulega atburði sem tákn um eitthvað, og eftir því sem fleiri töldu þetta eða hitt táknið, þýða eitthvað og reyndust sannspáir, því fastari varð trúin um slíkt.´

Það er ekkert að þvi að gefa eigin tilfinningum gaum gagnvart því sem gerist í kring um mann og reyna að ráða í táknmál tilverunnar, innan skynsamlegra marka þó.

Það getur hver og einn ef vill.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sáu ljósbjarma á himni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég heyrði raddir í gærkvöldi. Vona að fleiri hafi heyrt þær, annars er ég í vondum málum.

corvus corax, 22.1.2011 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband