Frjálsar veiðar smábáta, árið um kring, fyrir vestan munu ekki ógna fiskistofnum.

Það er ekkert gífurlega flókið að takmarka sókn smábáta með vélarstærð til dæmis, en það atriði að menn hafi frelsi til þess að sækja sér lífsbjörg úr sjó er eitthvað sem ég tel að allir Íslendingar vilji viðhafa.

Hið gífurlega vanmat sem verið hefur, fyrir hendi, varðandi smærri einingar í sjávarútvegi jafnt sem landbúnaði er eitthvað sem þarfnast endurskoðunar við í hvoru kerfi fyrir sig, nú í dag sem áður.

Veður og vindar stjórna sjálfkrafa sókn smábáta á miðin, en veiðar með handfæri og línu ættu að vera frjálsar á þessu svæði sem aftur myndi skapa vinnu og virkja samfélög án atvinnu.

Það skyldi þó aldrei vera að menn þurfi að fara að róa á árabátum að nýju og sækja fisk úr sjó, til þess að vera ekki hluti af kerfi sem er svo fast í skipulagi sem ekki tekst að endurskoða landsmönnum til hagsbóta.

kv.Guðrún María.


mbl.is Neyðarblys á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband