Akstursskilyrði á veturna.

Ég velti því fyrir mér í dag eftir að heyrt i fjölda sjúkrabíla aka framhjá Reykjanesbrautina, hvort ekki þurfi hreinlega að stöðva umferð á hálum hraðbrautum meðan ekki er búið að salta leiðina.

Sjálf fór ég út skömmu síðar hér innanbæjar í Hafnarfirði og ekki var búið að salta götur en ég mætti saltbílnum á leiðinni.

Akstursskilyrði voru allt að því ómöguleg, og það er ekkert í fyrsta skipti hjá okkur að slíkar aðstæður skapist og örugglega ekki það síðasta.

Er ekki hægt að nota meiri tækni og setja nema við hraðbrautir, þótt ekki væri annars staðar, er mæla frost við jörð, er aftur getur gefið til kynna að óviðunandi færi sé til aksturs frá tíma til tíma ?

Spyr sá sem ekki veit.

kv.Guðrún María.


mbl.is Víða hálka á vegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Guðrún.

Það er örugglega ekki vegna þess að menn hafi ekki vitað af hálkunn sem ekki var farið fyrr af stað. Frekar er um "sparnaðaraðgerð" að ræða. Með því að bíða örlítið, í þeirri von að hálkan hverfi aftur, er hægt að spara. Þannig er hugsanahátturinn.

Það er grafalvarlegt þegar þeim áróðri er haldið á lofti að nagladekk séu óþörf skuli ekki vera séð til þess að saltað sé í tíma. Ég er reyndar mjög á móti söltun vega og gatna, vildi frekar sjá lögleiðingu nagladekkja.

Saltið leysir upp bikið og auðveldar nöglunum að éta það upp, auk þess er saltið skaðvaldur fyrir bílana. Mesta hættan af söltun er þó það falska öryggi sem það gefur, fólk treystir á þetta og ekur um á dekkjum sem alls ekki hæfa í hálku. Þegar svo yfirvöld draga það að salta verða slysin. Hvern einasta hálkumorgun í vetur höfum við fengið fréttir af árekstra hrinum. Fjöldi bíla skemmist og fólk slasast.

Það væri gaman að vita hvert tjónið er fyrir þjóðfélagið þegar allt er takið saman, tjón vegna árekstra bæði á bílum og fólki, skemmdir á farartækjum vegna pækilsins, aukinni eyðingu malbiks vegna salts, kostnaður ríkis og bæja vegna söltunar og fleiri þættir.

Gegn þessu kæmi svo kostnaður vegna viðhalds á malbiki.

Það verður aldrei hægt að útrýma nagladekkjum, við búum á Íslandi og fjarstæða að halda því fram að hægt sé að salta allar leiðir. Þar sem ekki er saltað eru naglar öruggasta vörnin.

Gunnar Heiðarsson, 16.1.2011 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband