Greiða þarf laun á vinnumarkaði sem nægja til framfærslu.

Staðnað hagkerfi er afleiðing af því að vinnumarkaður hefur komist upp með það atriði að halda launum niðri með lélegum samningum í áraraðir þar sem samkrull verkalýðsforystu annars vegar og forkólfum fyrirtækja hins vegar hafa blandast saman með fjárfestingu lifeyrissjóðanna í atvinnulifinu.

Hagsmunir hins almenna launþega á vinnumarkaði hafa orðið í áttunda sæti c.a, hjá báðum þessum aðilum, því miður.

Og afleiðingin er afar óheilbrigt hagkerfi í hjólastól verðtryggingar ár eftir ár eftir ár.

Launamenn sem ekki komust af í þessu ástandi, voru síðan gerðir að galeiðuþrælum skuldsetningar í bönkum sem stóðu galopnir fyrir allra handa skuldasöfnun fyrir hrunið.

Meira og minna vegna þess að atvinnulífið gat ekki greitt hærri laun, því það þurfti að skila svo miklum arði af starfsseminni og sá arður rann illa eða ekki til starfsmanna fyrirtækjanna.

Mál er að linni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ný atvinnusókn og bætt lífskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Á árunum frá aldamótum og fram að bankahruni, 2008, voru fáir sem voru á taxtalaunum. Vissulega einhverjir en þó lítill hluti launafólks. Flestum var umbunað með einum eða öðrum hætti, t.d. bónusgreiðslum eða öðrum hætti. 

Á þessum tíma kom fram einlæg ósk frá nokkrum fulltrúum verkalýðsfélaga um að taxtar yrðu samræmdir við útgreidd laun, enda kostnaður fyrirtækja hverfandi við slíka aðgerð. SA blés alfarið á þær hugmyndir og ASÍ starði í gaupnir sér eða tók undir með SA!

Ef farið hefði verið að vilja þessara formanna, væri ástandið betra nú. Sú spá þeirra að ef afturkippur yrði í þjóðfélaginu myndi það bitna á launafólki rættist rækilega, mun verr en þeir þó óttuðust.

Í kjölfar bankahrunsins voru fyrirtæki fljót að skera allar aukagreiðslur af og setja fólk á strípaða taxta, auk þess sem starfshlutfall var í mörgum tilfellum skert og yfirvinna skorin af. Þess þekkjast dæmi að atvinnurekendur hafi sett sína starfsmenn í hlutastarf og neiti að greiða yfirvinnu fyrr en 100% vinnu er náð. Þeir komast upp með þetta af þeirri einföldu ástæðu að stéttafélögin eru ekki að standa sig!!

Fram að þessum tíma var helsta sök forustu ASÍ afskiptaleysi og aumingjaskapur. Nú er sökin þó öllu verri. Sameiginlegir hagsmunir með SA og pólitísk sjónarmið gera það að verkum að ASÍ er komið í gang, ekki til hagsbóta fyrir launafólk, heldur til hjálpar SA og stjórnvöldum.

ASÍ er ekki lengur hagsmunafélag launafólks, heldur gagnaðili þess!!

Gunnar Heiðarsson, 15.1.2011 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband